Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun vegna afpöntunar pakkaferðar

10.07.2009

Til Neytendastofu leitaði hópur skotveiðimanna vegna afpöntunar pakkaferðar. Í kjölfar hruns íslensku krónunnar og breyttra aðstæðna vegna þess óskaði hópurinn eftir því að hætta við eða fresta ferðinni og fór fram á að sá einstaklingur sem annaðist milligöngu við pöntun ferðarinnar endurgreiddi hópnum það sem þegar hafði verið greitt.

Neytendastofa taldi þann einstakling sem sá um milligöngu við pöntun og skipulagningu ferðarinnar ekki geta talist ferðasmásala í skilningi laga um alferðir þar sem hann hafi eingöngu miðlað upplýsingum milli aðila og ekki tekið greiðslu fyrir. Því bæri hann ekki ábyrgð á endurgreiðslum. Af þeim sökum sá Neytendastofa ekki ástæðu til að aðhafast í málinu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA