Fara yfir á efnisvæði

Villandi verðupplýsingar hjá Hátækni

14.02.2012

Neytendastofa hefur bannað framsetningu verðs á heimasíðu Hátækni þar sem hún þótti villandi gagnvart neytendum.

Á heimasíðu Hátækni voru vörur kynntar á tvennskonar verði, annarsvegar svonefndu listaverði og hinsvegar venjulegt verð sem var lægra en listaverðið. Neytendastofa taldi verðframsetninguna vera villandi þar sem gefið væri til kynna að neytendur nytu verðhagræðis þrátt fyrir að svo væri ekki. Samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu teljast viðskiptahættir villandi ef neytendum eru veittar rangar upplýsingar um verð vöru, aðferð við útreikning á verði og hvort um sértilboð eða annað verðhagræði sé að ræða og hvort það sé háð skilyrðum. Var Hátækni því bönnuð verðframsetningin.

Ákvörðunin er nr. 3/2012 og má nálgast hér

TIL BAKA