Fara yfir á efnisvæði

Ný reglugerð um rafsegulsamhæfi

19.03.2008

Fréttamynd

Í nýrri reglugerð um rafsegulsamhæfi  er að finna reglur um hvaða kröfur skuli gerðar til tækja og fasts búnaðar þannig að þau valdi ekki rafsegultruflunum. Skilgreindar eru grunnkröfur og reglur um rafsegulsamhæfi er varða framleiðslu og starfrækslu slíks búnaðar og eftirlitsaðferðir sem því tengjast. Reglugerðin er sett í því skyni að innleiða í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar ráðsins 2004/108/EB frá 15. desember 2004 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi rafsegulsamhæfi. Samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar verða tæki sem framleidd eru og sett í sölu á almennum markaði að fullnægja ákvæðum reglugerðarinnar. Auk þess eru kröfur settar varðandi fastan búnað en þar segir að fastan búnað skal setja upp samkvæmt góðum starfsvenjum og virða upplýsingar um fyrirhugaða notkun íhluta hans, með tilliti til þess að mæta verndarkröfum sem um nánar um getur í reglugerðinni. Þessi faglegu vinnubrögð skal skjalfesta og skjölin skal ábyrgðaraðili hafa tiltæk fyrir Neytendastofu í eftirlitsskyni svo lengi sem fasti búnaðurinn er í notkun.

Reglugerðina má nálgast hér.

TIL BAKA