Fara yfir á efnisvæði

Nýr inngangur kvörðunarþjónustu Neytendastofu

12.07.2010

FréttamyndMóttaka tækja til kvörðunar hjá Neytendastofu hefur verið færð frá norðausturhorni að vesturhlið Borgartúns 21 og á það við um öll tæki nema þau sem taka þarf á móti með lyfturum sem áfram koma inn á fyrri staðnum. Viðskiptavinir kvörðunarþjónustunnar kvörtuðu nokkuð undan verra aðgengi árið 2008 þegar pípuhliðum var komið fyrir á bílastæðum Neytendastofu en nú þarf ekki lengur að fara inn fyrir þau og hægt er að aka alveg að móttökunni  og óþarfi er að leita að bílastæði á meðan mælitæki er afhent.

TIL BAKA