Fara yfir á efnisvæði

Lénin point.is og points.is

14.06.2010

Með ákvörðun sinni hefur Neytendastofa bannað Punktakerfi ehf. notkun á léninu points.is. Stofnunin taldi lénið of líkt og geta þar með valdið ruglingi við lénið point.is sem Point Transactions Sysems á og notar.
Fyrirtækin starfa bæði á markaði með greiðslukort og þar sem í raun væri um sama orðið að ræða, annað í eintölu og hitt í fleirtölu, taldi Neytendastofa ruglingshættuna milli þeirra mikla. Point Transactions Systems hefur notað lénið sitt mun lengur og því var Punktakerfi bönnuð notkun á léninu.

Sjá ákvörðun nr. 30/2010.

TIL BAKA