Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa bannar notkun á léninu hestagallery.is

02.12.2009

LG Mottur ehf. kvörtuðu til Neytendastofu vegna skráningar og notkunar Friðjóns B. Gunnarssonar á léninu hestagallery.is sem er samhljóða vörumerki LG Mottna, HESTA-GALLERY. LG Mottur hafa notað vörumerkið frá árinu 2005 og rekið verslun og fatalínu undir því merki.

Neytendastofa féllst á kröfur LG Mottna og telur að notkunin geti valdið ruglingi hjá neytendum þar sem villst verður á léninu og öðrum einkennum sem LG Mottur nota í fullum rétti. Taldi stofnunin því ástæðu til að banna notkunina og var Friðjóni gert að afskrá lénið.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA