Fara yfir á efnisvæði

Nýr hluti staðals öryggi leikfanga tekur gildi, ÍST EN 71 - hluti 8

12.02.2004

Umfang staðalsins nær yfir kröfur og prófunaraðferðir fyrir leikföng sem ætluð eru til einkanota og sem framleidd og hönnuð eru fyrir börn yngri en 14 ára til þess að leika sér í eða til þess að bera þunga þeirra, oft mörg börn í einu.  Staðallinn nær yfir leikföng sem eru tengd við eða studd af þverbita.  Dæmi um slík leikföng eru rólur, rennibrautir og klifurgrindur.  Meðal þess sem fjallað er um í staðlinum er bil á milli trappa, frágang og stærð á keðjum í rólum og stöðugleika svo að dæmi sé tekið.  Einnig fjallar staðallin um notkunar-  viðhalds- og samsetningarleiðbeiningar.

Undanþegin ákvæðum staðalsins eru leikvallatæki sem ætluð eru til nota á opnum leiksvæðum, s.s. skólum, leikskólum, opnum almennum leiksvæðum, veitingastöðum, verslunarmiðstöðvum og álíka opinberum stöðum.  Um slík tæki er til sérstakur staðall, eða leiktækjastaðallin ÍST EN 1176 sem samanstendur af hluta 1 til 6.

Staðallinn er til sölu hjá Staðlaráði Íslands.

TIL BAKA