Fara yfir á efnisvæði

Of hávær leikföng

24.07.2013

Talið er að á milli 25% - 33% Bandaríkjamanna sem þjást af heyrnaskaða sem megi rekja til hávaða, allavega að hluta til. Börn eru sérstaklega varnarlaus fyrir hávaða sem getur valdið heyrnartapi, en það getur gerst án þess að þau finni nokkuð fyrir því smám saman vegna stöðugs áreiti af háværum hljóðum. Næstum því 15% barna á aldrinum 6 – 17 ára eru með einkenni heyrnaskerðingar. Hávaði sem getur valdið heyrnarskerðingu getur orðið vegna háværs hljóðs sem heyrist einu sinni alveg eins og við endurtekinni nálægð við hljóð af mismunandi hljóðstyrk yfir lengri tíma.

Hljóðstyrkur yfir 85 dB getur valdi heyrnaskerðingu ef hljóðið heyrist nógu lengi. Hljóðstyrkur í kringum 85dB mælist t.d. við miklar umferðagötur. Hljóð yfir 140 dB veldur strax skemmdum ásamt því að valda líkamlegum sársauka.

Einkenni vegna heyrnaskerðingar af völdum hávaða aukast smám saman með tímanum við stöðugana hávaða. Hljóð geta orðið brengluð eða deyfð og það getur reynst erfitt fyrir einstaklinginn að skilja samtalið. Jafnvel minniháttar heyrnartap hjá börnum getur haft áhrif á málþroska þeirra.

Neytendum er ráðlagt að prófa hljóðin í leikföngum fyrir kaup.   Þeir komast fljótt að því hvort hljóðið í leikfanginu sé gott fyrir barnseyrun. Leytið að leikföngum sem hægt er að slökkva á hljóðinu eða lækka í því. Munið að barnið heldur leikfanginu nær eyranu heldur en fullorðnir einstaklingar. Þetta á sérstaklega við um leikfanga síma, heyrnartól og hljóðfæra leikföng.

Sjá nánari greinhér

Sjá nánari um leikföng sem voru prófuð í Bandaríkjunum hér

TIL BAKA