Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar um útvarpshlustun á Bylgjuna, Létt Bylgjuna og Gull Bylgjuna

12.04.2010

Neytendastofa hefur í ákvörðun sinni nr. 18/2010 fjallað um auglýsingar 365 miðla um útvarpshlustun á Bylgjuna. Rúv kvartaði yfir því að í auglýsingunni væri tekin saman hlustun á Bylgjuna fm 98.9, Létt Bylgjuna og Gull Bylgjuna og borið saman við Rás 1 annars vegar og Rás 2 hins vegar.

Neytendastofa taldi auglýsingar 365 villandi þar sem ekki var með nógu skýrum hætti greint frá því að um væri að ræða samlagða hlustun á allar stöðvar. Þar sem auglýsingunni er fyrst og fremst beint að auglýsendum og auglýsingar eru ávallt samkeyrðar á öllum stöðvum taldi Neytendastofa hins vegar ekki ástæðu til að gera athugasemd við þá framkvæmd að birta eina tölu fyrir allar stöðvar.

Auglýsingunni var breytt við meðferð málsins þar sem með skýrari hætti er greint frá því að um samlagða hlustun allra stöðva sé að ræða.

TIL BAKA