Fara yfir á efnisvæði

Drög að reglum um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar

23.05.2008

Neytendastofa hefur samið drög að reglum um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar sem stofnunin hefur í hyggju að setja, sbr. heimild í 17. og 18. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.

Með reglunum hyggst Neytendastofa fella úr gildi núgildandi reglur um verðmerkingar, reglur um verðupplýsingar í auglýsingum, reglur um verðupplýsingar veitingahúsa, reglur um birtingu verðskráa hárgreiðslu- og rakarastofa og reglur um birtingu og auglýsingar á aðgöngumiðaverði kvikmyndahúsa. Hinar nýju reglur um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar fela í sér litlar efnislegar breytingar frá fyrri reglum. Helstu nýmæli frá fyrri reglum eru í kafla IV. og vill Neytendastofa vekja sérstaka athygli á þeim kafla. Með sameiningu eldri reglna vill Neytendastofa auka skýrleika og aðgengi að reglum um verðmerkingar, óháð starfsgreinum.

Drög að reglunum hafa verið send til umsagnar hagsmunaaðila. Þeir sem óska eftir að koma að athugasemdum eða umsögn um drögin geta gert það með tölvupósti á póstfangið postur(hjá)neytendastofa.is með yfirskriftinni drög að reglum um verðmerkingar.

Drögin má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA