Fara yfir á efnisvæði

Kæru ÁTVR vísað frá í áfrýjunarnefnd

27.02.2012

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur vísað frá kæru ÁTVR á því áliti Neytendastofu að ekki væri heimilt að selja sígarettur sem ekki uppfylla lengur kröfur sem gerðar eru á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem ekki sé um kæranlega stjórnvaldsákvörðun að ræða.

ÁTVR vildi áskilja sér rétt til að selja birgðir fyrirtækisins þrátt fyrir að þrátt fyrir að frá  17. nóvember 2011 mætti einungis selja sígarettur sem uppfylla kröfur sem koma fram í staðlinum ÍST EN 16156:2010 um vindlinga. Sígarettur sem uppfylla þessar kröfur verða að vera með svo kallaða „slökkvara“  það er oftast á tveim stöðum er þessi stoppari sem gerir það að verkum að það slokknar frekar á sígarettunni ef ekki er verið að reykja hana. Það með minnka líkur á bruna.  Finnland var fyrsta landið í Evrópu sem settir kröfur um að einungis væru seldar RIP sígarettur árið 2010 það ár fækkaði dauðföllum vegna bruna af völdum sígaretta um rúmlega 40%. 

Sígarettur sem ekki uppfylla framangreindar kröfur eiga ekki að vera til sölu hvorki hér á landi né öðru landi innan EES.  Sígarettur sem ekki uppfylla framangreindar kröfur teljast ekki lengur öruggar í skilningi laga nr. 134/1995 og mega því ekki að vera til sölu á markaðnum hvorki hér á landi né öðru landi innan EES.  Framleiðendur og dreifingaraðilum eiga því að fjarlægja allar slíkar vörur af markaði að eigin frumkvæði enda ótvíræð skylda að lögum að þeir mega einungis markaðssetja örugga vöru. Verði það ekki gert þá ber Neytendastofu að hlutast til um að taka formlega ákvörðun um sölubann eða aðra viðeigandi aðgerðir þannig að eingöngu séu á markaði sígrettur sem uppfylla settar kröfur varðandi öryggi vörunnar.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA