Fara yfir á efnisvæði

Fréttatilkynning

19.03.2009

Af gefnu tilefni, vill Neytendastofa koma því á framfæri að stofnunin beinir iðulega tilmælum til auglýsenda um að hætta birtingu auglýsinga á meðan á málsmeðferð stendur hjá stofnuninni. Oft eru þau sett fram í þeim tilgangi að hraða málsmeðferð þegar Neytendastofa telur það heppilegast fyrir lyktir málsins, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Tilmælin fela ekki í sér ákvörðun um bann enda er málsmeðferð ekki lokið og stofnunin því ekki tekið afstöðu til málsins. Er auglýsendum því í sjálfsvald sett hvort farið er að tilmælunum eða ekki. Þyki stofnuninni sérstök ástæða til er  lagt bann við birtingu auglýsinga meðan á málsmeðferð stendur. Er það gert með sérstakri ákvörðun að lokinni málsmeðferð þar að lútandi.

TIL BAKA