Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á hættulegum föndurperlum fyrir börn

09.11.2007

Verslunin Toys"R"Us hefur tilkynnt Neytendastofu um að hún hefur ákveðið að innkalla föndurperlur sem geta reynst lífshættulegar ef börn gleypa þær.
Um er að ræða föndurperlur sem eru bleyttar með vatni til þess að þær festist saman.

Upplýsingar um vöruna er að finna á blaðsíðu 64 í jólabæklingi Toys"R"Us sem hefur verið dreift nýlega, sjá nánar www.toysrus.is.

Toys"R"Us vill beina því til allra viðskiptavina sinna að skila vörunni þegar í stað.
Jafnframt hefur verslunin stöðvað alla sölu á þessari framleiðsluvöru.

Mynd af vörunni er unnt að sjá hér

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu og Birgir Ágústsson, sérfræðingur, Neytendastofu s. 510 11 00.


Reykjavík 9. nóvember 2007.

TIL BAKA