Fara yfir á efnisvæði

Hættulegir kertastjakar

20.01.2005

Löggildingarstofa vekur athygli hættulegum kertastjökum sem seldir voru í verslunum Húsasmiðjunnar á tímabilinu nóvember 2004 til 11. janúar 2005.  Framleiðandi vörunnar er Schumacher Import GmbH & Co, Þýskalandi.  Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu hefur sett sölubann á vöruna og er hún ekki lengur fáanleg á markaði.  Kaupendur vörunnar eru hvattir til þess að skila vörunni til verslana Húsasmiðjunnar og fá andvirði kertastjakans endurgreitt.  Frekari upplýsingar veitir Húsasmiðjan, Aðalheiður Oddsdóttir í síma 525 3000

Tegund vöru:
Kertastjaki úr tré.
Þekktir söluaðilar hér á landi:
Verslanir Húsasmiðjunnar.
Lýsing á vöru:
Um er að ræða kertastjaka úr tré sem er í formi jólasveins.  Kertastjakinn er hannaður til þess að sitja á hillu eða í gluggakistu.  Í fangi jólasveinsins er  málmhringur til þess að koma fyrir sprittkerti í.  Mynd af kertastjakanum er hér.
Hætta:
Hættueiginleikar vörunnar felast í því að ef kerti er komið fyrir í málmhring kertastjakans, eins og hönnun vörunnar gerir ráð fyrir, og á því kveikt þá getur loginn auðveldlega náð til kertastjakans.  Kertastjakinn er úr tré og því afar auðbrennanlegur. 
Slys eða óhöpp: 
Vitað er um eitt tilfelli þar sem logi frá sprittkertinu náð til kertastjakans. 
Hvað eiga eigendur vörunnar að gera:
Þeir sem eiga slíkan kertastjaka geta skilað vörunni til verslana Húsasmiðjunnar og fengið andvirði kertastjakans endurgreitt.
Frekari upplýsingar veitir Húsasmiðjan, Aðalheiður Oddsdóttir í síma 525 3000

TIL BAKA