Fara yfir á efnisvæði

Rafhjól innkallar rafhlöður fyrir rafhjólabúnað

08.03.2013

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rafhjól ehf. um innköllun á rafhlöðum sem notuð eru í rafhjólabúnað á reiðhjólum.  Ástæða innköllunarinnar er bilun í hleðslustýringu rafhlöðunnar sem getur gefið sig þegar rafhlaðan er í hleðslu og yfirhitnað.

Haft verður samband við eigendur þessara rafhlaða vegna innköllunarinnar.

TIL BAKA