Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa bannar Kringlunni að nota fullyrðinguna „Stærsta útsala landsins“.

01.03.2013

Neytendastofu barst kvörtun frá Smáralind vegna notkunar Kringlunnar á fullyrðingunni „Stærsta útsala landsins“ í auglýsingum um útsölu fyrirtækja í Kringlunni.

Neytendastofa féllst ekki á að sjálfgefið væri að neytendur gerðu sér grein fyrir að fullyrðingin ætti við fjölda verslana sem að útsölunni stæði eins og Kringlan haldi fram, heldur geti fullyrðingin jafnframt vísað til þess að um sé að ræða stærsta rýmið eða mesta vöruúrvalið. Fullyrðingin er því að mati Neytendastofu ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum, ósönnuð og til þess fallin að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Þá er fullyrðingin til þess fallin að vera villandi gagnvart neytendum. Fullyrðingin væri því brot á lögum.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA