Fara yfir á efnisvæði

Heimilistæki innkalla Philips ferðahárblásara

01.07.2011

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heimilistækjum ehf. um að innkallaðir hafa verið Philips ferðahárblásarar með vörunúmerið HP4940 og framleiddir voru í ágúst 2008 til júní 2010. Hárblásarinn hefur handfang sem hægt er að leggja saman.

Ástæða innköllunarinnar er að í einhverjum tilvikum getur hárblásarinn yfirhitnað ef hann er skilinn eftir í sambandi og skapar það eldhættu, jafnvel þótt hárblásarinn sé ekki í gangi.

Vörunúmerið HP4940 er að finna undir hárblásaranum. Þar fyrir neðan má sjá framleiðslunúmer grafið í vöruna og þær vörur sem innkallaðar eru hafa framleiðslunúmer milli 0808 og 1023. Ef hárblásari hefur lægra eða hærra framleiðslunúmer þá er hann ekki hluti af þessari innköllun.

Ef þú átt Philips hárblásara með vörunúmer og framleiðslunúmer sem passar við ofangreinda lýsingu þá skaltu vinsamlegast snúa þér til Heimilistækja, Suðurlandsbraut 26.

 

TIL BAKA