Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu skal tekin til nýrrar meðferðar

06.12.2011

Með ákvörðun nr. 29/2011 komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að Gildi lífeyrissjóður hefði brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005, eins og þeim var breytt með lögum nr. 50/2008, með því að gefa lántaka ekki nægar upplýsingar við gerð lánssamnings. Við meðferð málsins hjá áfrýjunarnefnd kom fram að ákvörðun Neytendastofu væri byggð á röngum lagagrundvelli þar sem  hún miðast við að lög 50/2008 hafi tekið gildi en umræddur lánssamningur var gerður fyrir gildistöku laga 50/2008. Vísaði því áfrýjunarnefndin málinu aftur til Neytendastofu til nýrrar meðferðar.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA