Fara yfir á efnisvæði

Lénið eign.is almennt og lýsandi fyrir sölu fasteigna

13.04.2010

Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar í máli vegna notkunar á léninu eign.is. Kvartað var yfir skráningu og notkun Softverk á léninu þar sem kvartandi hafi notað það um árabil og ætti skráð vörumerkið eign.is.

Að mati Neytendastofu er lénið eign.is almennt og mjög lýsandi fyrir þá starfsemi sem báðir aðilar hugðust kynna á vefsíðunni, þ.e. sölu fasteigna. Kvartandi á skráð myndmerkið eign.is hjá Einkaleyfastofu og á því einkarétt á því í þeirri stílfærðu mynd en ekki á orðinu eign.is.

Ákvörðun nr. 19/2010 má lesa hér.

TIL BAKA