Fara yfir á efnisvæði

Fræðslufundur Samtaka íslenskra prófunarstofa 2008

31.01.2008

FréttamyndÁrlegur fræðslufundur Samtaka íslenskra prófunarstofa var haldinn þann 31. Janúar 2008 í húsnæði Neytendastofu.  Guðmundur Árnason, sviðsstjóri mælifræðisviðs, tók ásamt starfsmönnum sviðsins á móti um 20 félagsmönnum frá mörgum af helstu prófunarstofum landsins og kynnti helstu hlutverk og verkefni mælifræðisviðs Neytendastofu.  Faggildingarsvið kvörðunarþjónustunnar var kynnt félagsmönnum svo og þær kvarðanir sem sviðið framkvæmir en enn eru ekki faggiltar og einnig var gerð grein fyrir umfangi verkefna sviðsins.  Kvörðun lóða var útskýrð nokkuð ítarlega, enda er það að jafnaði stærstur hluti af verkefnum mælifræðisviðs Neytendastofu.  Einnig voru þeir mæligrunnar, sem stofnunin geymir, kynntir og fjallað um rekjanleika ásamt framtíðarsýn sviðsins sem felst aðallega í útvíkkun faggildingarsviðs.  Að fyrirlestri loknum bauðst félagsmönnum að kynna sér húsnæði og tækjabúnað sviðsins.

TIL BAKA