Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

05.10.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 7/2009 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2009. 

Með ákvörðun nr. 17/2009 ákvað Neytendastofa að banna ekki Reykjanesbæ að nota heitið Vatnaveröld á sundmiðstöð bæjarins.  Gæludýraverslunin Vatnaveröld kvartaði til Neytendastofu yfir notkun Reykjanesbæjar á heitinu þar sem mikill ruglingur skapaðist milli þeirra. Gæludýraversluninni bærust t.a.m. símtöl með fyrirspurnum um opnunartíma og óskilamuni. Þar sem aðilarnir eru ekki keppinautar á markaði taldi Neytendastofa notkun Reykjanesbæjar á heitinu ekki valda hættu á því að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum eða kæmu til með að eiga viðskipti við rangan aðila.

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 7/2009

TIL BAKA