Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir úr gildi ákvörðun Neytendastofu

02.04.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði sínum nr. 1/2009 fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu, frá 18. ágúst 2008, um að Landsvirkjun skuli leiðrétta frádrátt við skýrsluskil rafveitueftirlitsgjalds fyrir árin 2004 til 2008. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir m.a. að telja verði skv. beinu orðalagi ákvæðis 1. tölul. 1. mgr. og 4. tölul. 1. mgr. 14 .gr. laga nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, að Landsvirkjun hafi verið heimilt að draga frá raforku án tillits til þess hvort aðkeypt raforka fer til iðjuvera. Að mati Neytendastofu, sbr. ákvörðun frá 18. ágúst 2008, er aðferð Landsvirkjunar við færslu frádráttar andstæð meginreglum um skattskil. Áfrýjunarnefnd telur hins vegar að ekki verði talið að lögskýringagögn geti leitt til annarrar skýringar á ákvæðinu en að þetta sé heimilt. Þegar framangreint sé virt verði ekki hjá því komist að fella ákvörðun Neytendastofu úr gildi.

Úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála má lesa hér og ákvörðun Neytendastofu má lesa hér.

 

TIL BAKA