Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2007

28.03.2007

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eggert Kristjánsson hf.  hafi með notkun umbúða utan um Rautt Royal Ginseng brotið gegn ákvæðum 5. og 12. gr. laga nr. 57/2005. Með vísan til 2. mgr. 16. gr. sömu laga er fyrirtækinu jafnframt bönnuð notkun umbúðanna. Þá er með vísan til 6. gr. sömu laga þeim tilmælum beint til Eggerts Kristjánssonar hf. að hætta nú þegar notkun ósannaðrar fullyrðingar sem birtist á umbúðunum. Sjá nánar ákvörðun nr. 8/2007.


TIL BAKA