Fara yfir á efnisvæði

Grillburstar úr vír varasamir

19.07.2012

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist ábending um að í Bandaríkjunum og víðar hafi vírburstar sem eru notaðir til að hreinsa grill valdið alvarlegum slysum á fólki.

Vírburstarnir eru notaðir til að hreinsa grill eftir notkun og sitja vírarnir oft á tíðum eftir á grillinu þegar hreinsun er lokið. Þegar grillið er notað næst þá geta vírarnir fests við matinn með oft alvarlegum afleiðingum. Dæmi eru um að fólk hafi komið á slysadeild með víra fasta í hálsinum, maga, þörmum og öðrum líffærum eftir að hafa borðað grillaðan mat og hefur í einhverjum tilvikum þurft skurðaðgerðir til að fjarlægja vírana.

Neytendastofa hefur ekki fengið upplýsingar um sambærileg atvik hér á landi en mikilvægt er að fólk sé meðvitað og skipti reglulega um vírbursta, sérstaklega þegar vírarnir eru byrjaðir að losna af, og hristi þá fyrir og eftir notkun. Þá er mikilvægt að hugsa vel um grillin og skoða yfirborð þeirra áður en matur er settur á það aftur til að koma í veg fyrir slys.

Ekki er talið að um eina ákveðna tegund vírbursta sé að ræða heldur á þetta við um vírbursta almennt.

TIL BAKA