Fara yfir á efnisvæði

Bann við markaðssetningu á vöru sem inniheldur DMF (dímetýlfumerat)

26.07.2012

Neytendastofa hefur lagt bann við markaðssetningu á vörum sem innihalda DMF-dímetýlfúmerat. DMF er efni sem getur drepið myglusveppi . Efnið er oftast notað við til að koma í veg fyrir að húsgögn, skór og ýmsar vörur mygli þegar þau eru flutt frá hitabeltislöndunum, t.d. Kína og öðrum ríkjum í Asíu. Efnið er oftast í litlum pokum sem eru festir innan í húsgögn eða sett hjá vöru t.d í skókassa. Ástæða þess að vörur með þessu efni eru nú bannaðar er að það getur valdið miklum og alvarlegum ofnæmisviðbrögðum s.s. útbrotum, bruna og jafnvel öndunarvandamálum sem hefur reynst afar erfitt að meðhöndla . Bann þetta gildir á öllu EES-svæðinu og það er á ábyrgð innflytjenda á vörum að tryggja að efni sé ekki notað til að vernda vörur sem þeir flytja inn. Neytendur sem eiga vörur s.s. bólstruð húsgögn, skó eða ýmsar leðurvörur sem eru innflutt frá ríkjum utan EES-svæðisins og hafa fundið til ofnæmiseinkenna, eru hvattir til þess að leita til læknis til að kanna hvort orsök geta verið rakin til þessa DMF. Neytendastofa ráðleggur einnig innflytjendum á vörum frá ríkjum utan EES-svæðisins að fá skriflega staðfestingu á því vörur sem þeir flytja inn innihaldi ekki eða hafi komist í snertingu við efnið DMF.  Auk þess er hægt að fá prófunarstofur til þess að kanna hvort að DMF sé að finna í vörum sem verið er að selja og markaðssetja. 

Unnt er að lesa nánar um þetta efni í fréttabréfi danskra stjórnvalda.

Reglur Neytendastofu má lesa hér.

TIL BAKA