Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 45- 50.

27.01.2010

Fréttamynd

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:

1. Stjórnvöld á Spáni hafa fyrirskipað að gríma (sem lýsir í myrkri) sé tekin af markaði vegna hættu á bruna þar sem varan er mjög eldfim. Vöruheitið er Widmann. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

2. Innflutningsaðili í Þýskalandi hefur innkallað frá neytendum sundhring þar sem varan inniheldur þalöt sem eru hættulegt heilsu barna.  Vöruheitið er Waterfun. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er óþekkt. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

3. Stjórnvöld á Kýpur hafa fyrirskipað að spilaórói sé tekin af markaði þar sem á vörunni eru smáir hlutir sem geta auðveldlega losna frá og valdið köfnun komist þeir í munn ungra barna. Vöruheitið er Hang Lei Toys. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

4. Stjórnvöld á Kýpur hafa fyrirskipað að leikfangahringla skuli tekin af markaði þar sem varan getur auðveldlega brotnað og smáir hlutir orðið aðgengilegir ungum börnum. Vöruheitið er Baby Favorite. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

5. Innflutningsaðili á Bretlandi hefur innkallað frá neytendum dúkku þar sem varan inniheldur þalöt sem er hættulegt heilsu barna.  Vöruheitið er Be my Baby. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

6. Innflutningsaðili í Póllandi hefur tekið af markaði leikfangabíl með kubbum vegna kyrkingar- og köfnunarhættur hjá börnum. Vöruheitið er You Da. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.


7. Innflytjandi  í Póllandi hefur tekið af markaði leikfangasíma þar sem desíbel styrkur símans fer yfir leyfilegan hljóðstyrk og getur valdið hættu á heyrnarskaða. Vöruheitið er Qing Pai. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

8. Tollayfirvöld á Spáni hafa komið í veg fyrir innflutningi á leikfangatraktor þar sem á honum eru smáhlutir sem valdið geta köfnunarhættu. Vöruheitið er Boys Toys. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

9. Tollayfirvöld á Spáni hafa komið í veg fyrir innflutning á tuskudýri þar sem á henni eru sogklukkur  sem valdið geta hættu á köfnun komist þær í munn ungra barna. Vöruheitið er Unijota. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

10. Innflutningsaðili  í Frakklandi hefur tekið af markaði baðönd þar sem varan inniheldur þalöt sem er hættulegt heilsu barna og bannað að nota í leikföng sem börn geta sett í munn sér. Vöruheitið er Out of the Blue. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.  Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

11. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa fyrirskipað sölubann og innflutningsaðili tekið af markaði blöðrur sem innihalda efni sem er hættulegt heilsu barna. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Taiwan.  Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

12. Innflutningsaðili í Þýskalandi hafa tekið af markaði plastkrókódíla sem á eru smáhlutir sem geta auðveldlega losnað og valdið hættu á köfnun komist þeir í munn ungra barna. Vöruheitið er Aglow Toys. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.  Framleiðsluland er óþekkt. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

13. Innflutningsaðili í Frakklandi hefur tekið af markaði og innkallað frá neytendum leikfangabyssu með skotpílum sem á eru sogklukkur  vegna slysahættu. Vöruheitið er Super Police Special Mission. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

14. Dreifingaraðili í Þýskalandi hefur tekið af markaði bolta (Puffer) vegna þess hve eldfim varan er. Vöruheitið er Imperial. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

15. Stjórnvöld í Austurríki hafa innkallað frá neytendum og sett sölubann á leikfangabyssu vegna hættu á heyrnarskemmdum hjá börnum þar sem desíbel styrkur frá leikfanginu fer yfir leyfilegan hljóðstyrk. Vöruheitið er Westernland. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
 
16. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutningi á mjúkum bangsa sem á eru augu sem geta auðveldlega losnað  og valdið köfnun komist þau í munn ungra barna. Vöruheitið er Poptoy. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

17.  Innflytjandi á Bretlandi hefur tekið af  markaði tréleikfang (stækkunargleraugu í laginu eins og fiðrildi) sem á eru smáhlutir sem geta auðveldlega losnað og valdið hættu á köfnun komist þau í munn ungra barna. Vöruheitið er Handelshaus. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Þýskaland. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

18. Birgðasali á Kýpur hefur stöðvað sölu og tekið af markaði plastdúkku (Angel) þar sem varan inniheldur  þalöt sem er hættulegt heilsu barna. Vöruheitið er Free & Easy. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér
Framleiðslu land er óþekkt. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

19. Birgðasali á Kýpur hefur stöðvað sölu og tekið af markaði plastdúkku (Katie Outdoor Fantasy) þar sem varan inniheldur þalöt sem er hættulegt heilsu barna. Vöruheitið er DDI. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér
Framleiðslu land er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

20. Söluaðili í Þýskalandi hefur tekið af markaði leikfangabyssu með skotpílum vegna hættu á köfnun. Vöruheitið er  GT Gold Time og mynd má finna hér. Framleiðslu land er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

21. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa tekið af markaði og innkallað frá neytendum rafstýrðan leikfangabíl þar sem framlengingarsnúra hleðslutækis getur gefið frá sér straum og skaðað börn. Vöruheitið er Strong Wind Explorer og mynd má finna hér. Framleiðslu land er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

22. Stjórnvöld á Írlandi hafa tekið af markaði og innkallað frá neytendum  leikfangabyssu úr froðuplasti þar sem varan inniheldur  blý sem er hættulegt heilsu barna. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér
Framleiðslu land er Kína. Varan er ekki CE-merkt.
 
23. Smásali í Þýskalandi hefur tekið af markaði leikfangavasaljós þar sem hætta er á straumrofi sem valdið getur bruna. Vöruheitið er Bussi Bär og mynd má finna hér. Framleiðslu land er Þýskaland. Varan er CE-merkt en samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

24. Dreifingaraðili á Bretlandi hefur tekið af markaði og innkallað frá neytendum leikfangasett af gerðinni Bubbi byggir þar sem í pakkningunni gætu verið oddhvassir aðskotahlutir sem ekki eru hluti af leikfanginu, sem orsakað geta slysahættu. Vöruheitið er Bob the Builder og mynd má finna hér. Framleiðslu land er Kína. Varan er CE-merkt en samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.

25. Stjórnvöld í Noregi hafa fyrirskipað sölubann og tekið af markaði buddu fyrir stúlkur þar sem varan inniheldur efni sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er Girlz – My Favorites. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér.  Framleiðslu land er Kína. Varan er ekki CE-merkt.

Neytendastofa hvetur neytendur og innflytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um framangreindar vörur telji þeir að þær sé að finna á markaði  hér á  landi, nafnlausar ábendingar eða undir nafni með skráningu notenda  í þjónustugátt stofnunarinnar, sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Neytendastofu.

 

TIL BAKA