Fara yfir á efnisvæði

Markaðsrannsókn á fjöltengjum

28.09.2005

Í kjölfar ábendinga, bæði innlendra og erlendis frá, lét rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu (nú rafmagnsöryggissvið Neytendastofu) framkvæma umfangsmikla markaðsrannsókn á fjöltengjum á markaði hér á landi. Skoðað var hjá á þriðja tug stórra seljenda á síðari helmingi síðasta árs og fyrri helmingi þessa árs. 
Þessar skoðanir leiddu til þess að sett voru sölubönn á fjórar gerðir fjöltengja, þar af voru gallar í þremur þeirra taldir svo alvarlegir að krafist var innköllunar þeirra frá almenningi. Nánari upplýsingar um þessar innkallanir má finna annarsstaðar á vef Neytendastofu (sjá hlekki hér fyrir neðan). Að auki voru send formleg tilmæli um úrbætur á fimmtán gerðum fjöltengja vegna minniháttar galla og/eða vegna þess að tilskilin gögn lágu ekki fyrir.

Í ljósi þessa og einnig þess að víða í Evrópu hefur orðið vart gallaðra fjöltengja á markaði hvetur rafmagnsöryggissvið Neytendastofu fólk til að sýna aðgæslu við kaup á fjöltengjum sem og öðrum rafföngum. Jafnframt hvetur stofnunin innflytjendur og seljendur til að taka ábyrgð sína alvarlega og vera á verði gagnvart hættulegum fjöltengjum.

Alvarlegustu athugasemdirnar sem fram komu sneru að alltof grönnum vír í aðtaugum, að jarðvír (gul-grænn) vantaði í aðtaugar fjöltengja með jarðtengiklemmum og slæmum frágangi tenginga.

Sjá nánar innkallanir:
Innköllun 1 ? Arnarvík / Bónus
Innkallanir 2 og 3 ? Stock á Íslandi / Bónus
Sjá einnig nýlega innköllun Ikea á fjöltengjum

TIL BAKA