Fara yfir á efnisvæði

Ráðherra heimsækir Neytendastofu

29.10.2009

FréttamyndRagna Árnadóttir, dómsmála - og mannréttindaráðherra heimsótti Neytendastofu 27. október. Tilefni heimsóknar ráðherra er að frá og með 1. október 2009 heyrir Neytendastofa og neytendamál undir dómsmála-og mannréttindaráðuneytið í kjölfar lagabreytinga sem Alþingi gerði á lögum um starfsskiptingu í Stjórnarráði Íslands. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, tók á móti ráðherra ásamt samstarfsfólki sínu og kynnti starfsemi stofnunarinnar með þeim Þórunni Önnu Árnadóttur, sviðsstjóra neytendaréttarsviðs, og Guðmundi Árnasyni, sviðsstjóra mælifræðisviðs. Heimsókn ráðherra var gagnleg og ánægjuleg og starfsfólk Neytendastofu væntir mikils af samstarfi við hið nýja ráðuneyti í framtíðinni.

TIL BAKA