Fara yfir á efnisvæði

Skilmálar og skráningarferli vefsíðunnar Tónlist.is

13.07.2011

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um skilmála og skráningarferli á vefsíðunni Tónlist.is í tilefni fjölda ábendinga og fyrirspurna frá neytendum. Ábendingarnar snéru fyrst og fremst að því að neytendur voru ósáttir við að segja þyrfti upp áskrift að vefnum þegar sjö daga prufuáskrift lauk. Margir neytendur áttuðu sig ekki á því og höfðu jafnvel greitt óafvitandi fyrir áskrift að þjónustunni í nokkurn tíma.

Í ákvörðuninni er um það fjallað að Neytendastofa geri ekki athugasemd við það að samið sé um að samningurinn endurnýist og því þurfi að segja honum upp. Hins vegar leggur stofnunin ákveðnar kröfur á Tónlist.is til þess að greina neytendum frá þessu ákvæði skilmálanna með skýrari hætti.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA