Fara yfir á efnisvæði

Ársskýrsla Rapex 2011

10.05.2012

Út er komin ársskýrsla Rapex fyrir árið 2011. Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda Evrópusambandsins og EES ríkja þar sem stjórnvöld geta miðlað á sem skemmstum tíma upplýsingum um aðgerðir varðandi markaðssetningu á neytendavörum sem valdið getur hættum fyrir líf, heilsu og öryggi neytenda.

Í skýrslunni kemur fram að í fyrsta skiptið síðan árið 2003 hefur heildarfjölda tilkynninga fækkað um 20% í samanburði við síðustu ár. John Dalli, framkvæmdastjóri stjórnardeildar neytendamála hjá Evrópusambandinu segir: ...að rekja megi ástæðu fyrir fækkun tilkynninga á síðasta ár til þess að víða hefur fjármagn til eftirlitsstjórnvalda verið skorið niður. Auk þess mætti segja að Rapex tilkynningarkerfið hafi náð ákveðnu stöðugleika og þroska og að aukin áhættumatsgreiningu hafi leitt til þess að tilkynningar séu vandaðri enn áður.

Á síðasta ári voru sendar alls 1803 tilkynningar  um hættulegar vörur á markaði í Evrópu í gegnum RAPEX-tilkynningakerfið. Alls voru 1556 tilkynningar sem varða vörur sem alvarleg hætta telst stafa af  og 247 tilkynningar vegna vöru þar sem talin var minni hætta stafa af en samt talin ástæða til að tilkynna það til annarra landa innan EES svæðisins.  Flestar þessara tilkynningar voru vegna  barnafatnaðar sem tekin voru af markaði þar sem í þeim voru bönd sem sköpuðu kyrkingarhættu, þar næst komu leikföng sem ýmist stafaði af köfnunarhætta, efnahætta, meiðsl  eða önnur hætta.  Því næst komu síðan vélknúin ökutæki og rafföng svo dæmi séu tekin.  Rúmlega helmingur  tilkynninganna vörðuðu aðgerðir  teknar af innflytjendum, dreifingar eða söluaðilum sjálfum sem þýddi það að yfirvöld þurftu í færri tilvikum að beita þvingunarúrræðum til að fjarlægja vörurnar af markaði.

Flestar þær vörur sem tilkynnt var um voru framleiddar í Kína eða um helmingur allra tilkynninga. Þeim hafði þó fækkað hlutfallslega síðan árið 2010 og ber það að þakka áframhaldandi samskiptum við kínverska stjórnsýslu og viðskiptageirann og  geta rekið uppruna vöru til framleiðanda og öflugra markaðseftirlits.

Af þeim 1803 tilkynninum sem sendar voru í kerfið árið 2011 voru sendar alls 2100 tilkynningar um að þessar vörur höfðu fundist á markaði í aðildarríkjum á EES svæðinu. 

Á Íslandi fundust alls 26 sem tilkynntar höfðu verið inn til Rapex eða um 1% allra vara sem fundust á EES svæðinu. Langflestar þessara tilkynninga vörðuðu vélknúin ökutæki, aðrar vörur voru barnavörur og almenn vara.

Rapex kerfið nær til 30 landa í Evrópu og er ætlað tryggja að upplýsingar um hættulegar vörur nái til allra þessara ríkja á sem skemmstum tíma og að stjórnvöld geti þá gripið til aðgerða sem fyrst.

Hlutverk Neytendastofu er að kann hvort þær vörur sem falla undir eftirlit stofnunarinnar finnist á markaði. Þegar vara finnst á markaði fylgir Neytendastofa því eftir að hlutaðeigandi söluaðilar eða framleiðendur sem í hlut eiga hafi samband við viðskiptavini sína sem keypt hafa eða fengið afhenta vöru sem hefur verið innkölluð og sendi frá sér fréttatilkynningu þannig að upplýsingar um innkallanir nái til almennings.

Ársskýrslu Rapex má í heild sinni finna hér.

Á hverjum föstudegi er birt vikulegt yfirlit yfir hættulegar vörur  sem tilkynntar hafa verið í ríkjum á EES svæðinu.  Þetta vikulega yfirlit veitir allar upplýsingar um vöruna, mögulega hættu og hvaða aðgerða var gripið til. Hægt er að skoða vikulegt yfirlit hér.

 

TIL BAKA