Fara yfir á efnisvæði

Tilkynning varðandi BMW mótorhjól

26.07.2010

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning í gegnum Rapex tilkynningarkerfi ESB varðandi BMW mótorhjól af gerðinni R1200GS Adventure. Um er að ræða hjól sem framleidd voru milli janúar 2006 og október 2007. 
Ástæða tilkynningarinnar er hætta á að boltar á fremri bensíntanki geti losnað og valdið örðugleikum við að halda stjórn á hjóli. Til að koma í veg fyrir hættu er nauðsynlegt að herða boltann.
Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa þessi hjól ekki verið seld á Íslandi en vitað er um að 7 hjól hafi verið flutt inn af einstaklingum.

TIL BAKA