Fara yfir á efnisvæði

Viðbótartryggingar þegar keypt er ný vara

16.04.2010

Á fundi norrænna embættismanna um neytendamál (Nordkons) var til umfjöllunar nýlega norræn skýrsla sem gerð var um viðbótartryggingar sem neytendum eru boðnar til kaups er þeir kaupa ný heimilistæki t.d. þvottavélar og flatskjái. Í skýrslunni er rakið að til þess að tryggingar af þessu tagi séu réttmætar þá verði þær að bjóða fram betri rétt en neytendur hafa samkvæmt gildandi ákvæðum í neytendakaupalögum eða samkvæmt heimilistryggingum sem þeir hafa nú þegar keypt.

Úrdrátt úr skýrslunni á íslensku má sjá hér.

Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.

TIL BAKA