Fara yfir á efnisvæði

Auglýsing ÓB ekki bönnuð.

14.09.2011

Skeljungur ehf. kvartaði til Neytendastofu vegna sjónvarpsauglýsingar ÓB á eldsneytisverði. Að mati Skeljungs var orðalag auglýsingarinnar villandi og ÓB yrði að geta sannað fullyrðingar sem fram kæmu í auglýsingunni.

Neytendastofa taldi að ekki væri áhersluþögn á eftir orðinu ,,ódýrara“ í auglýsingunni og að um eðlilega framsetningu væri að ræða. Að mati Neytendastofu væru allar sjálfsafgreiðslustöðvar á eldsneyti á sama markaði. Einnig væri notað lýsingarorð í miðstigi og ekki væri fullyrt að eldsneyti ÓB væri það ódýrasta á markaðnum heldur að finna mætti hærra verð hjá einhverjum keppinauti eða öðrum afgreiðslustöðvum Olíufélagsins. 

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til að banna sjónvarpsauglýsingarnar. 

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA