Fara yfir á efnisvæði

Rafmagnsslys á vinnusvæði

22.02.2005

Þann 8. feb. s.l. varð rafmagnsslys á nýbyggingarsvæði í Reykjavík. Iðnaðarmaður við vinnu sína fékk í sig rafstraum úr skemmdri aðtaug tækis sem hann var að nota og festist við aðtaugina. Vinnufélagi hans náði að bregðast við og taka tækið úr sambandi.

Rannsókn rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu er nú lokið. Leiddi hún í ljós að vinnutenglar á svæðinu voru án lekastraumsrofvarnar sem er ekki í samræmi við ákvæði reglugerðar um raforkuvirki, en þar kemur fram að sérstakar varúðarráðstafanir skuli gera vegna vinnutengla á byggingarsvæðum.

TIL BAKA