Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á leikföngum frá Mattel

16.08.2007

Vegna innkallana á ýmsum gerðum leikfanga frá Mattel vill Neytendastofa koma eftirfarandi á framfæri:

Sum leikfanganna eru innkölluð vegna þess að þau innihalda of mikið magn blýs sem getur haft áhrif á heilsu, en önnur vegna þess að í þeim eru litlir seglar sem geta losnað og valdið hættu séu þeir gleyptir eða þeim stungið í nef eða eyru. Leikföngin sem innkölluð eru vegna blýinnihalds voru framleidd á undanförnum mánuðum en segulleikföngin frá árinu 2002 og þar til í febrúar á þessu ári.

Skv upplýsingum frá Mattel hafa einungis örfá eintök af einni tiltekinni gerð leikfangs með of háu blýinnihaldi verið seld til Íslands beint, þó auðvitað geti þau hafa borist eftir öðrum leiðum. Um er að ræða bíl sem er “persóna” í kvikmyndinni “Cars” og ber þar nafnið “Sarge”.
Sjá nánar á vef Mattel.

Ekkert af þeim 83 tegundum leikfanga af gerðinni “Fisher Price” sem innkölluð voru fyrr í mánuðinum vegna of hás blýinnihalds voru seld beint til Íslands af Mattel, þau geta þó auðvitað hafa borist eftir öðrum leiðum.
Sjá nánar hér.

Segulleikföngin sem innköllun Mattel nær til og seld hafa verið beint til Íslands, skv. upplýsingum fyrirtækisins, eru af gerðunum “Polly Pocket” og “Doggy Day Care”.
Sjá nánar hér.

Mattel hefur einnig innkallað segulleikfang af gerðinni “Barbie” en skv. upplýsingum fyrirtækisins hefur þetta tiltekna leikfang ekki verið selt beint til Íslands, þó, eins og með hin leikföngin, geti það hafa borist eftir öðrum leiðum.
Sjá nánar hér.

Á vef Mattel má finna upplýsingar um öll leikföng sem innkölluð hafa verið á vegum fyrirtækisins. Þó stór hluti þessara leikfanga hafi ekki verið seldur beint til Íslands af fyrirtækinu gætu þau engu að síður hafa borist til landsins.
Sjá nánar mattel.com

Mattel mun á næstu dögum birta í dagblöðum frekari upplýsingar ásamt leiðbeiningum um hvert eigendur viðkomandi leikfanga eiga að snúa sér, þær upplýsingar munu einnig birtast hér á vef Neytendastofu.

Neytendastofa hvetur foreldra og forráðamenn til að fjarlægja þegar í stað þau leikföng sem hætta getur mögulega stafað

TIL BAKA