Fara yfir á efnisvæði

Drög að reglugerð um eftirlit með raforkumælum til umsagnar.

20.12.2007

Viðskiptaráðuneyti hefur sett til umsagnar á heimasíðu sína drög að nýrri reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum. Þessi drög hafa verið unnin í samráði við Samorku og með hliðsjón af nýrri tilskipun um mælitæki 2004/22/EB. Gert er ráð fyrir að veiturnar geti notað innra eftirlit með mælunum og beitt úrtaksskoðunum. Eldri tilskipun náði aðeins til aflrænna mæla. Umsagnarfrestur er til 20. jan. n.k.

Reglugerðardrögin eru hér.

Sjá nánar á heimasíðu ráðuneytis hér.

TIL BAKA