Fara yfir á efnisvæði

Fullyrðing TM bönnuð

06.09.2012

Neytendastofa hefur bannað TM að birta fullyrðinguna „Tryggingafélög eru öll eins alveg þangað til eitthvað kemur fyrir. Þá viltu vera hjá TM“. VÍS kvartaði við Neytendastofu yfir fullyrðingunni þar sem hún bryti í bága við lög sem Neytendastofa hefur eftirlit með.

VÍS gerði bæði athugsemdir við þá alhæfingu að tryggingafélög væru öll eins og þá fullyrðingu að ef eitthvað komi fyrir viljir þú vera hjá TM.

Í skýringum TM var vísað til ýmissa markaðskannanna til staðfestingar á fullyrðingunni. Neytendastofa taldi kannanirnar hins vegar ekki geta komið til sönnunar á fullyrðingunni. Fullyrðingin gæfi ekki með nokkru móti til kynna að um væri að ræða mat neytenda heldur væri hún sett fram sem staðreynd um yfirburði TM. Könnun á skoðunum og viðhorfi neytenda til tryggingafélaga gæti því ekki staðið fullyrðingunni til sönnunar.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA