Fara yfir á efnisvæði

Seinni heimsókn Neytendastofu í Smáralind

01.10.2013

Í ágúst sl. heimsóttu fulltrúar Neytendastofu 69 sérvöruverslanir Smáralindar í þeim tilgangi að athuga hvort verðmerkingar í verslunum og sýningargluggum væri í samræmi við lög og reglur. Þessum heimsóknum var svo fylgt eftir þann 17. september.

Farið var í þau sex fyrirtæki 66 Norður, Joe boxer, Smash, Tal , Cintamani og Dorothy Perkins sem fengið höfðu bréf frá Neytendastofu til að athuga hvort verslunareigendur hefðu farið að tilmælum um úrbætur. Cintamani var eina verslunin sem enn var með óverðmerktar vörur. Tekið verður í framhaldinu ákvörðun um hvort beita skuli Cintamani sektarákvæðum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbót á ástandi verðmerkinga.

Neytendastofa mun halda áfram verðmerkingaeftirliti sínu og verðkönnunum og gera athugun hjá fleiri verslunum.  Neytendur geta komið ábendingum á framfæri á heimasíðu Neytendastofu.

TIL BAKA