Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa bannar auglýsingu ÓB

20.11.2012

Neytendastofu barst kvörtun frá Skeljungi vegna upplýsinga sem kæmu fram í auglýsingu ÓB sem fjallar um vildarpunkta sem fylgja notkun ÓB-lykils. Í auglýsingunni var sparnaður neytenda þegar verð á bensínlítra væri 10 aurum ódýrara hjá samkeppnisaðila borinn saman við ávinning af notkun dælulykils ÓB. Kemur fram í auglýsingunni að með því að nota ÓB lykilinn fengju neytendur 6.000 krónur á ári í formi vildarpunkta.

Kvörtun Skeljungs var tvíþætt, í fyrsta lagi snéri hún að því að rangt væri að auglýsa að vildarpunktar væru ígildi íslenskra króna. Í öðru lagi að það væri villandi að bera saman kosti ÓB lykils við almennt dæluverð þeirrar bensínsstöðvar sem bjóði lægsta bensínverðið án þess að tiltaka kosti afsláttarkerfis síðarnefndu stöðvarinnar.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ÓB hefði brotið lög með fullyrðingum sínum um söfnun vildarpunkta með notkun ÓB-lykils. Var ÓB bönnuð birting umræddrar auglýsingar. Hins vegar var ekki fallist á síðari kröfu Skeljungs þar sem ekki var talið að um villandi samanburð væri að ræða.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA