Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa bannar Og fjarskiptum ehf. notkun ákveðinna fullyrðinga

08.04.2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Vodafone, sem rekið er af Og fjarskiptum ehf., hafi með auglýsingum á áskriftarleiðinni Vodafone Gull brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Brotin fólust í því að í auglýsingunum var ekki tilgreint að fast mánaðargjald heimasíma væri háð skilyrðum og að Vodafone færði ekki fullnægjandi sönnur fyrir fullyrðingunum um lægsta mínútuverð í GSM óháð kerfi, fullyrðingum um sparnað sem fengist með því að skrá sig í áskriftina Vodafone Gull og fullyrðingu um að í Vodafone Gull fælust bestu kjörin á markaðnum. Auglýsingarnar brutu því gegn ákvæðum 5. gr., 4. mgr. 6. gr., 1.  mgr. 8. gr., d. lið 1. mgr. 9. gr., 2. mgr. 9. gr., 2. mgr. 10. gr., 14. gr. og c. lið 2. mgr. 15. gr. laga nr. 57/2005.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA