Fara yfir á efnisvæði

Mikill verðmunur milli apóteka höfuðborgarsvæðisins á lausasölulyfjum

29.03.2010

Í könnun sem Neytendastofa gerði á verði nokkurra lausasölulyfja kom í ljós að verðmunur er í einhverjum tilvikum allt að 50%. Könnunin var gerð á tímabilinu 26. febrúar – 10. mars s.l. þar sem borið var saman verð á tíu algengum lausasölulyfjum í 31 apóteki á höfuðborgarsvæðinu.

Algengur verðmunur á vörunum, þar sem þær voru ódýrastar og þar sem þær voru dýrastar, var um 30% en mestur var hann tæp 50%. Flestar vörur voru ódýrastar í Garðsapóteki en flestar voru þær dýrastar í Laugarnesapóteki eins og sjá má í töflunni hér að neðan:

 Vara

 Lægsta verð

 Hæsta verð

 Mismunur

Panodil töflur, 30 stk.

340 kr í Garðsapóteki

 535 kr í Laugarnesapóteki

 36,4%

Paratabs töflur, 30 stk

 290 kr í Garðsapóteki

 399 kr í Árbæjarapóteki

 27,3%

Íbúfen, 400 mg, 30 stk

 470 kr í Lyfjaveri

 670 kr í Laugarnesapóteki

 29,8%

Nicorett    fruit mint, 2mg, 30 stk

 749 kr í Árbæjarapóteki

 1381 kr í Laugarnesapóteki

 45,8%

Nicotinell fruit, 2mg, 24 stk

 628 kr í Árbæjarapóteki

 1241 kr í Laugarnesapóteki

 49,4%

Strepsils, sítrónu, 24 stk

 790 kr í Garðsapóteki

  1080 kr í Lyfjavali

26,8%

Asýran, 150 mg, 30 stk

 1290 kr í Garðsapóteki

1846 kr í Árbæjarapóteki

30,1%

Pinex, 125 mg, 10 stk.

 390 kr í Garðsapóteki

 550 kr í Laugarnesapóteki

29,1%

Pektólín

 445 kr í Garðsapóteki

 599 kr í Laugarnesapóteki

 25,7%

 Otrivin, venjulegt, f/fullorðna

 594 kr í Garðsapóteki

 815 kr í Lyfjavali

 27,1%

Þess skal getið að ekki var tekið tillit til afslátta eða sérkjara.

Neytendastofa gerði skoðun á ástandi verðmerkinga í apótekum á sama tíma og verðkönnunin var gerð, sem leiddi í ljós að einungis níu apótek höfðu lausasölulyf verðmerkt. Nauðsynlegt er að vörur séu vel verðmerktar svo neytendur geti borið saman verð þeirra á milli apóteka og út frá því tekið ákvörðun um hvar þeir vilja versla. Því eins og niðurstöður þessarar könnunar sýna getur verðmunurinn verið töluverður.

TIL BAKA