Fara yfir á efnisvæði

BL innkallar BMW

11.10.2012

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 127 BMW bifreiðum.

Um er að ræða E60 Sedan og E61 Touring úr seríu 5  framleidda á tímabilinu 2003-2010 og E63 Coupe og E64 Convertible úr seríu 6 framleiddar á tímabilinu 2004-2011.

Ástæða innköllunarinnar er vegna möguleika á því að tenging milli plúskapall, sem samsettur er undir klæðningu í skotti og kapall undir bíl sem liggur frammí, getur losnað og valdi rafmagnstruflunum og hitnað.

Viðkomandi bifreiðareigendur hafa þegar fengið sent bréf vegna þessarar innköllunar og er viðgerð hafin.

TIL BAKA