Fara yfir á efnisvæði

Brimborg innkallar Citroen bifreið

26.09.2011

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg á Íslandi varðandi innköllun á einni C3 bifreið af gerðinni Citroen. Ástæða innköllunarinnar er sú að kanna þarf hvort tjakkur sem heldur afturhlera opnum gæti verið gallaður og ef svo reynist mun honum verða skipt út fyrir endurbætta gerð. 

Brimborg hefur nú þegar haft samband við hlutaðeigandi bifreiðaeiganda.

TIL BAKA