Fara yfir á efnisvæði

Hummel varar við böndum í hálsmáli

13.06.2012

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Hummel International A/S á peysum af gerðunum Georgia stærðir 8-10-12 ára og Classic Bee hoodie stærð 8-10-12 ára. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Af öryggisástæðum vill Hummel International A/S benda þeim sem keypt hafa umræddar peysur að fjarlægja böndin úr peysunum, eða skila þeim gegn endurgreiðslu til næsta söluaðila.

Neytendastofa bendir á að um barnaföt gilda lög um öryggi vörur og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995 og staðallinn ÍST EN 14682:2007 Öryggi barnafatnaðar - Bönd og reimar í barnafatnaði - forskriftir. Í öryggiskröfum staðalsins kemur fram að í barnafötum fyrir börn að 7 ára aldri (upp í 1,34 m hæð) mega ekki vera bönd eða reimar í hettu eða hálsmáli. Í barnafatnaði fyrir börn 7- 14 ára mega  bönd eða reimar í hálsmáli ekki standa lengra en 75 mm út úr flíkinni.

Sjá tilkynninguna hér.

 

TIL BAKA