Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar belti í ANTILOP barnastól

23.01.2012

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá IKEA á ANTILOP háum barnastól frá framleiðanda númer 17389 og með framleiðsludagsetningar 0607-0911.

Beltið getur opnast við notkun, sem skapar slysahættu. IKEA erlendis hefur fengið átta tilkynningar um belti sem opnast og í þremur þessara tilfella duttu börn úr stólnum og meiddust óverulega. IKEA á Íslandi hafa ekki borist tilkynningar um slys.

Innköllunin nær aðeins yfir ANTILOP stóla frá framleiðanda númer 17389 með framleiðsludagsetningar 0607-0911. Númer framleiðanda og framleiðsludagsetning eru prentuð neðan á sætið.

Viðskiptavinir sem eiga ANTILOP barnastól eru beðnir að athuga númer framleiðanda og framleiðsludagsetningu. Ef númer framleiðandans er 17389 og framleiðsludagsetningin er 0607-0911 eru þeir vinsamlega beðnir að koma í IKEA verslunina eða hafa samband við þjónustuver í síma 520 2500 til að fá nýtt belti þeim að kostnaðarlausu.

Innköllunin nær ekki til annarra IKEA barnastóla.

TIL BAKA