Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar ofngrindur

02.03.2012

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á ofngrindum úr NUTID og FRAMTID ofnum.
Í tilkynningu frá IKEA kemur fram að ofngrindin sem fylgdi með er ekki nógu breið og getur dottið niður við notkun og valdið brunaslysum. IKEA hefur ekki fengið tilkynningar um slys. Ofnskúffurnar passa í ofninn og eru ekki innkallaðar.

Innköllunin nær aðeins til ofna með framleiðsludagsetningu 1134-1150(ár/vika) og ákveðin vörunúmer. Framleiðsludagsetningu og vörunúmer má sjá á miða framarlega innan í ofninum þegar hurðin er opnuð.

Sjá nánar innköllun IKEA ásamt myndum. 

TIL BAKA