Fara yfir á efnisvæði

Meðhöndlum skotelda með varúð

27.12.2002

Undirbúningur:

 • Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja skoteldum
 • Breytið ekki eiginleikum skotelda
 • Geymið skotelda á öruggum stað
 • Gerið ráðstafanir vegna gæludýra, þau eru viðkvæm fyrir hávaða
Hvað þarf:
 • Viðurkennd öryggisgleraugu og hanska
 • Hólk til að skorða flugelda
 • Slétt og stöðugt undirlag á opnu svæði
 • Sjúkrakassa til taks
Þegar skotið er upp:
 • Kveikið í skoteldum með útréttri hendi, bogrið ekki yfir þeim
 • Hafið sérstakar gætur á börnum
 • Víkið strax frá eftir að kveikt hefur verið í skoteldum og haldið öðrum í fjarlægð
 • Reynið ekki að kveikja aftur í skoteldum sem áður hefur verið kveikt í
 • Skjótið ekki upp skoteldum við bálkesti
 • Gerið viðeigandi ráðstafanir vegna mögulegrar eldhættu  af völdum skotelda

Stjörnuljós og handblys:

 • Látið börn aldrei meðhöndla stjörnuljós án eftirlits fullorðinna
 • Látið börn aðeins hafa eitt stjörnuljós í einu
 • Haldið stjörnuljósi og handblysi frá líkama
 • Handblys eru varasöm börnum og unglingum
 • Að lokinni sýningu:
  • Fjarlægið notaða skotelda með varúð
  • Farið aftur yfir svæðið daginn eftir og fjarlægið skoteldaleifar

  Munið símanúmer Neyðarlínunnar: 112

  TIL BAKA