Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi að hluta

07.04.2010

Með ákvörðun nr. 27/2009 bannaði Neytendastofa Himnesku ehf. alla notkun firmaheitisins Himneskt, vörumerkjanna HIMNESK og HIMNESKT og lénsins himnesk.is. Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest niðurstöðu Neytendastofu varðandi lénið himnesk.is en fellt ákvörðunina að öðru leyti úr gildi. Áfrýjunarnefnd taldi Himneskt ehf. ekki hafa notað firmanafn sitt með þeim hætti að það brjóti gegn 5. og 15. gr. a.  laga nr. 57/2005 og að vörumerki fyrirtækisins valdi ekki ruglingshættu við vörumerki Bio Vara ehf.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA