Fara yfir á efnisvæði

Evrópskar reglur um timbureiningahús taka gildi

05.05.2006

Reglur þessar eru innleiddar í íslenskan rétt með reglugerð um viðskipti með byggingarvörur, nr. 431/1994, með áorðnum breytingum og byggjast á tilskipun Evrópusambandsins um byggingarvörur nr. 89/106/EEC, með áorðnum breytingum.

Fyrir nokkrum árum voru gefnar út viðmiðunarreglur, ETAG 007, um mat og veitingu evrópsks tæknisamþykkis, ETA, fyrir forhannaðar og raðframleiddar timburhúsaeiningar sem markaðssettar eru sem bygging. Um getur verið að ræða safn eininga á mismunandi samsetningarstigum, eins og nánar er kveðið á um í ETAG 007.

Í samræmi við ákvæði ETAG 007, eftir að aðlögunartíma lauk hefur framleiðendum timbureiningahúsa verið skylt að fá evrópskt tæknisamþykki, ETA, fyrir sínar vörur og framleiðsluferli og að CE-merkja vörurnar í samræmi við það. Árið 2004 frestaði umhverfisráðuneytið gildistöku ETAG 007 um tvö ár og gaf þannig þeim aðilum sem markaðssetja slíkar vörur hér á landi enn lengri frest til aðlögunar að þessum kröfum. Í maí 2006 eiga timbureiningahús sem markaðssett eru hér á landi að hafa CE-merkingu og uppfylla þær kröfur sem að baki merkingunni liggja. Gildir þá einu hvort um er að ræða innlenda eða innflutta framleiðslu.  Sjá nánar

TIL BAKA