Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2006

30.05.2006

Opin kerfi ehf. kvörtuðu til Neytendastofu yfir skráningu Nýherja hf. á léninu fartolva.is en sjálft á fyrirtækið lénið fartolvur.is. Telur Neytendastofa að veruleg ruglingshætta sé á milli lénnafnanna og að einsýnt sé að verulegar líkur séu á að sá sem þekki til annars eða beggja lénanna villist inn á vefsvæði þess fyrirtækis sem ekki hafi verið ætlunin að heimsækja. Neytendastofa hefur því bannað Nýherja notkun lénsins og lagt fyrir fyrirtækið að láta afskrá það. Sjá nánar ákvörðun nr. 6/2006.TIL BAKA